Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:59 Axel Sigurðsson hefur ekki setið auðum höndum í dag en hann var í óða önn við að undirbúa opnun Bláhornsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. Axel og fjölskylda hans tóku við lyklunum af fyrri eigendum verslunarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. „Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár. Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
„Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár.
Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira