Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 12:14 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða um helgina. Vísir/Vilhelm Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands er atburðarás föstudagsins stuttlega reifuð en þá tilkynnti fjármálaráðuneytið um hvernig sölunni á 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði háttað. Í fyrirkomulaginu felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Ríkið yrði að óbreyttu stærsti hluthafinn Skömmu síðar tilkynnti Arion banki til Kauphallar að stjórn bankans hefði sent stjórn Íslandsbanka erindi þar sem áhuga á samrunaviðræðum var lýst yfir. Í tilkynningu Arion banka sagði meðal annars að Arion banki væri reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Heldur ótrautt áfram Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka sé fjórtán dagar. Í ljósi þess að um sé að ræða stórt mál, sem varði tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, sé eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka. „Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður málið tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, þ.e. á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.“ Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands er atburðarás föstudagsins stuttlega reifuð en þá tilkynnti fjármálaráðuneytið um hvernig sölunni á 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði háttað. Í fyrirkomulaginu felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Ríkið yrði að óbreyttu stærsti hluthafinn Skömmu síðar tilkynnti Arion banki til Kauphallar að stjórn bankans hefði sent stjórn Íslandsbanka erindi þar sem áhuga á samrunaviðræðum var lýst yfir. Í tilkynningu Arion banka sagði meðal annars að Arion banki væri reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Heldur ótrautt áfram Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka sé fjórtán dagar. Í ljósi þess að um sé að ræða stórt mál, sem varði tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, sé eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka. „Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður málið tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, þ.e. á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.“
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira