Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 12:12 Gylfi Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15