Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 11:00 Efling Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira