Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 23:33 Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Bókun 35 Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun