Almenningur fær forgang og lægsta verðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:10 Almenningur fær forgang í sölu á Íslandsbanka. Vísir Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira