„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 20:39 Davíð Örn Atlason fagnar seinna marki Vikinga í sigrinum á Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira