Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 09:12 Leyniþjónusta danska hersins varar við hættunni sem stafar af herskáum stjórnarherrum í Kreml. Vísir/EPA Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira