Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 09:12 Leyniþjónusta danska hersins varar við hættunni sem stafar af herskáum stjórnarherrum í Kreml. Vísir/EPA Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira