Körfubolti

Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson fann ekki körfuna í kvöld.
Martin Hermannsson fann ekki körfuna í kvöld. Getty/Matthias Renner

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín gerðu mjög vel í kvöld á útivelli á móti sterku liði Rostock.

Alba menn voru níu stigum undir í hálfleik en komu til baka og lönduðu góðum sigri, 78-71.

Rostock er langt fyrir ofan þá í töflunni og sigurinn sýnir að Alba getur bitið frá sér þrátt fyrir að þetta tímabil hafi verið vonbrigði.

Martin var ískaldur í leiknum og hitti ekki neitt. Hann endaði með tvö stig í leiknum, gaf sex stoðsendingar og stal 2 boltum.

Martin klikkaði á sjö af átta skotum sínum og klikkaði líka á báðum vítunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×