Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að auking strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngi verulega róður sjávarútvegsins.
Sjávarútvegur keppi á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hafi þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum heima fyrir út í verð afurða. „Fram hjá þessari stöðu má ekki horfa.“
Þrátt fyrir áherslu í orði á aukna verðmætasköpun lykilatvinnuvega í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar virðist fáar aðgerðir eða hugmyndir liggja þar að baki. Með því að vega að samkeppnishæfni atvinnugreinar sem leggi þung lóð á vogarskálar hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi sé leiðin vörðuð að minni ávinningi samfélagsins af nýtingu sjávarauðlindarinnar.