Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Jenni Hermoso fagnar marki sínu gegn Kólumbíu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Getty Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47