Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar 11. febrúar 2025 19:30 Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Birgir Dýrfjörð Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun