Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 22:01 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara. Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Sjá meira
Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara.
Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Sjá meira