Aguero hefur mikla trú á liði Manchester City þrátt fyrir misjafnt gengi liðsins á þessu tímabili.
Aguero er markahæsti leikmaðurinn í sögu City en hann skoraði 260 mörk fyrir félagið frá 2011 til 2021. Hann þekkir vel til hjá félaginu þótt að leikmannahópurinn hafi breyst mikið síðan hann var að spila.
🗣️ Sergio Agüero: "El Real Madrid no puede ganar al City, si gana al City me corto los testículos". pic.twitter.com/4Zg7gKEVYh
— Som I Serem FCB (@Somhiseremfcb) February 11, 2025
Aguero er svo viss um sigur Manchester City að hann er tilbúinn að skera undan sér það allra heilagasta ef Real Madrid fer áfram.
„Real Madrid má ekki vinna City. Ef þeir vinna City þá mun ég skera af mér eistun,“ sagði Sergio Aguero í hlaðvarpinu Som I Serem FCB.
Liðin stóðu sig það illa í deildarkeppni Meistaradeildarinnar að þeir þurfa að taka þátt í umspili um laust sæti í sextán liða úrslitum. Það yrði mikið áfall fyrir bæði félög að komast ekki þangað.
Leikur Manchester City og Real Madrid er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 19.50.