Gos geti hafist hvenær sem er Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. febrúar 2025 15:06 Frá eldgosinu í janúar. Vísir/Vilhelm Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. „Það er svona langlíklegast miðað við okkar líkön að það gjósi í mánuðinum en það hefur bara sýnt sig að hegðunin er ekki alltaf eins í þessu kerfi og það gæti þurft að bíða lengur,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það verður bara að koma í ljós en við erum komin um það bil jafn mikið magn af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi eins og var í því fyrir síðasta gos og þar af leiðandi gerum við ráð fyrir því að gos geti hafist í rauninni hvenær sem er.“ Samkvæmt uppfærðu stöðumati hjá Veðurstofu Íslands sýna GPS-mælingar enn landris en lítillega hefur dregið úr hraða þess síðustu vikur. Talið er að magn kviku sé komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Meira en vika er síðan þessi neðri mörk náðust. Sjá einnig: Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur „Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. 2. febrúar 2025 16:24 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Það er svona langlíklegast miðað við okkar líkön að það gjósi í mánuðinum en það hefur bara sýnt sig að hegðunin er ekki alltaf eins í þessu kerfi og það gæti þurft að bíða lengur,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það verður bara að koma í ljós en við erum komin um það bil jafn mikið magn af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi eins og var í því fyrir síðasta gos og þar af leiðandi gerum við ráð fyrir því að gos geti hafist í rauninni hvenær sem er.“ Samkvæmt uppfærðu stöðumati hjá Veðurstofu Íslands sýna GPS-mælingar enn landris en lítillega hefur dregið úr hraða þess síðustu vikur. Talið er að magn kviku sé komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Meira en vika er síðan þessi neðri mörk náðust. Sjá einnig: Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur „Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. 2. febrúar 2025 16:24 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. 2. febrúar 2025 16:24
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11