Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 14:30 Jordan Mailata er fyrsti Ástralinn sem fagnar sigri í Super Bowl. Hann fagnar hér með fána sinnar þjóðar eftir leikinn. vísir/getty Ein ótrúlegasta sagan í kringum Super Bowl er saga Ástralans Jordan Mailata, leikmanns meistara Eagles. Lykilmaður sem kunni ekki íþróttina fyrir nokkrum árum síðan. Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri. NFL Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri.
NFL Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira