Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 12:02 Þorri Mar Þórisson lék með KA áður en hann var seldur til Svíþjóðar. vísir/Diego Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson, fyrrverandi leikmaður KA, hefur kvatt Öster og er sagður á leið aftur heim í Bestu deildina í fótbolta eftir veru sína í Svíþjóð. KA seldi Þorra til sænska félagsins Öster í ágúst 2023 en hann hafði þá spilað 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk. Tvíburabróðir hans, sóknarmaðurinn Nökkvi Þeyr, hafði verið seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot tæpu ári áður. Þorri lék aðeins 11 deildarleiki í fyrra með Öster, þar af einn í byrjunarliði, þegar liðið vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina með því að lenda í 2. sæti næstefstu deildar. Staðarmiðillinn Smålandsposten greindi frá því í gær að Þorri, sem er 25 ára bakvörður, væri nú á förum frá Öster og það heim til Íslands. Bæði 433.is og Fótbolti.net segja Þorra hafa einhverja kosti erlendis en sennilegast virðist að hann komi til Íslands og ljóst að mörg félög hafa áhuga á að krækja í hann. Kveðst þakklátur fyrir tímann í Öster Þorri hefur nú verið kvaddur á heimasíðu Öster en samningur hans við félagið, sem nú hefur verið rift, átti að gilda til ársins 2026. Í kveðju til félagsins segir Þorri: „Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hérna hefur verið frábær upplifun og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“ Besta deild karla Sænski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
KA seldi Þorra til sænska félagsins Öster í ágúst 2023 en hann hafði þá spilað 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk. Tvíburabróðir hans, sóknarmaðurinn Nökkvi Þeyr, hafði verið seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot tæpu ári áður. Þorri lék aðeins 11 deildarleiki í fyrra með Öster, þar af einn í byrjunarliði, þegar liðið vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina með því að lenda í 2. sæti næstefstu deildar. Staðarmiðillinn Smålandsposten greindi frá því í gær að Þorri, sem er 25 ára bakvörður, væri nú á förum frá Öster og það heim til Íslands. Bæði 433.is og Fótbolti.net segja Þorra hafa einhverja kosti erlendis en sennilegast virðist að hann komi til Íslands og ljóst að mörg félög hafa áhuga á að krækja í hann. Kveðst þakklátur fyrir tímann í Öster Þorri hefur nú verið kvaddur á heimasíðu Öster en samningur hans við félagið, sem nú hefur verið rift, átti að gilda til ársins 2026. Í kveðju til félagsins segir Þorri: „Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hérna hefur verið frábær upplifun og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“
Besta deild karla Sænski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira