Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun