Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun