Útilokar ekki frekari aðgerðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 20:21 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17