Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 18:09 Hjálmar Bogi Hafliðason er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Loftmyndin er af Reykjavík. Vísir Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. „Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair.
Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26