Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2025 20:01 Vinir og ættingjar Ohad Ben Ami og Eli Sharabi hafa beðið lengi eftir að sjá þá. AP/Maya Alleruzzo Þrír gíslar voru látnir lausir úr haldi Hamas samtakanna í dag í skiptum fyrir palestínska fanga sem voru frelsaðir. Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana á ísraelskum spítala í morgun. Tár féllu eðlilega þegar fjölskyldur hittu þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas samtakanna frá 7. október 2023. Gíslaskiptin eru hluti af yfirstandandi vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna sem tók gildi þann 19. janúar. Gíslarnir þrír sem hafa nú verið frelsaðir eru Eli Sharabi, Ohad ben Ami og Or Levy. Þeir voru allir fluttir með þyrlu til Ísrael í morgun og eru, eins og sést á þessum myndum horaðir og veiklulegir. „Tilfinningin er eins og dásamlegur morgunn því Eli er að koma heim. Það er svo mikil gleði og léttir. Ég gat ekki sofið og taldi mínúturnar og sekúndurnar þangað til Eli kæmi heim. Svo sá ég hann í sjónvarpinu og varð áhyggjufull því það virtist ekki hafa verið hugsað mjög vel um hann,“ sagði Astrid Dafan, vinkona Eli Sharabi. Yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael segir að stjórnvöld muni bregðast við ítrekuðum brotum Hamas samtakanna á ísraelskum gíslum og vísar þar í heilsufarslegt ástand þeirra gísla sem sleppt var úr haldi í dag. „Það eru 76 gíslar í viðbót, lifandi og dánir, í haldi Hamas. Við fylgjumst nákvæmlega með framkvæmd fyrsta hluta samkomulagsins og um leið undirbúum við framhaldið. Ríkisstjórn Ísraels er staðráðin í að þeim verði öllum skilað og vinnur sleitulaust með öllum öryggisstofnunum að heimkomu þeirra,“ sagði Gal Hirsch, yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Tár féllu eðlilega þegar fjölskyldur hittu þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas samtakanna frá 7. október 2023. Gíslaskiptin eru hluti af yfirstandandi vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna sem tók gildi þann 19. janúar. Gíslarnir þrír sem hafa nú verið frelsaðir eru Eli Sharabi, Ohad ben Ami og Or Levy. Þeir voru allir fluttir með þyrlu til Ísrael í morgun og eru, eins og sést á þessum myndum horaðir og veiklulegir. „Tilfinningin er eins og dásamlegur morgunn því Eli er að koma heim. Það er svo mikil gleði og léttir. Ég gat ekki sofið og taldi mínúturnar og sekúndurnar þangað til Eli kæmi heim. Svo sá ég hann í sjónvarpinu og varð áhyggjufull því það virtist ekki hafa verið hugsað mjög vel um hann,“ sagði Astrid Dafan, vinkona Eli Sharabi. Yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael segir að stjórnvöld muni bregðast við ítrekuðum brotum Hamas samtakanna á ísraelskum gíslum og vísar þar í heilsufarslegt ástand þeirra gísla sem sleppt var úr haldi í dag. „Það eru 76 gíslar í viðbót, lifandi og dánir, í haldi Hamas. Við fylgjumst nákvæmlega með framkvæmd fyrsta hluta samkomulagsins og um leið undirbúum við framhaldið. Ríkisstjórn Ísraels er staðráðin í að þeim verði öllum skilað og vinnur sleitulaust með öllum öryggisstofnunum að heimkomu þeirra,“ sagði Gal Hirsch, yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira