„Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2025 08:28 Það að vera hafnað af blóðföður sínum sem ungabarn átti eftir að hafa langvarandi áhrif á Magdalenu og hún glímdi við eftirköstin árum saman. Vísir/Vilhelm „Ég var bara ungabarn þegar mamma neyddist til að halda mér niðri öskurgrátandi á meðan læknir tók úr mér blóðprufu, svo þú gætir fengið staðfestingu hvort ég væri „þitt blóð“. Með þessum orðum hófst bréf sem Magdalena Katrín Sveinsdóttir tók tíu ár í að skrifa, og birti loks á facebook nú á dögunum. Bréfið var stílað á afskiptalaust foreldri, en hún hefur ekki séð blóðföður sinn í fimmtán ár. Mörg dæmi eru um að feður kjósi af fúsum og frjálsum vilja að taka ekki þátt í lífi barna sinna. Engin úrræði standa börnum og barnsmæðrum þessara manna til boða, enda ekki gert ráð fyrir málum af þessi tagi í félagskerfinu. Engar rannsóknir hafa verið gerðir á fjarverandi feðrum hér á landi en slíkar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar erlendis og hafa leitt í ljós að fjarvera feðra hefur neikvæð félags- og sálfræðileg áhrif á börn. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að tilfinningalegi sársaukinn sem barn finnur fyrir við höfnun af hálfu foreldris er svo gífurlegur að hann virkjar sama svæði í heilanum og líkamlegur sársauki. Sálræn áhrif þess að vera hafnað af föður sínum fylgdu Magdalenu í gegnum barnæskuna, unglingsárin og fram á fullorðnisár. Vissu ekki af tilvist barnabarnsins Magdalena starfar sem þroskaþjálfi í grunnskóla og býr ásamt unnusta sínum og dóttur í Reykjavík. „Mamma mín og blóðfaðir minn voru vinir en voru aldrei í neinu ástarsambandi þannig séð. En svo varð mamma ólétt að mér. Á þessum tíma var hún um þrítugt og henni hafði áður verið sagt að hún myndi líklega ekki geta eignast börn. Þess vegna voru þetta miklar hamingjufréttir fyrir hana, skiljanlega, en hún stóð á sama tíma frammi fyrir því að vera einstæð móðir. Hún sagði blóðföður mínum fréttirnar og lét hann á sama tíma vita að það væri engin pressa á honum, og að hann réði því alveg hvort hann myndi taka þátt eða ekki. En hann varð, að mér skilst, himinlifandi og sagði mömmu að hann ætlaði að sjálfsögðu að vera faðir barnsins.“ Magdalenu skilst að á einhverjum tímapunkti á meðgöngunni hafi móðir hennar fundið fyrir verkjum en síðan hafi allt reynst vera í lagi. Þegar hún hafi hringt í blóðföður hennar til að láta hann vita hafi hann tjáð móður hennar að hann væri kominn í samband með annarri konu og vildi ekkert vita af barninu sem var væntanlegt í heiminn. „Og þá stóð mamma uppi ein. Hún flutti á Selfoss, þar sem amma hennar bjó. Þegar hún eignaðist mig þá stóð hún náttúrulega frammi fyrir ákveðnu vali, valið stóð á milli þess hvort hún ætti að kenna mig við blóðföður minn eða vera sjálfstætt foreldri. Hún hugsaði með sér að ef hún myndi halda faðerninu leyndu fyrir mér þá myndi það kanski valda því að ég yrði rosalega reið út í hana þegar ég væri orðin eldri. Hún ákvað það mjög fljótt að ég myndi alltaf fá að vita hverra manna ég væri, það væri minn réttur að vita hver pabbi minn væri. Og þar af leiðandi var ég feðruð með nafni blóðföður míns. Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir það í dag að mamma hafi tekið þessa ákvörðun, jafnvel þrátt fyrir allt sem fylgdi í kjölfarið. Þegar blóðfaðir minn fékk tilkynningu um að hann hefði verið skráður sem faðir minn þá fór hann strax fram á að það yrði gert DNA próf. Mamma vissi auðvitað að það var enginn annar en hann sem kom til greina. Nokkrum mánuðum síðar komu niðurstöðurnar úr prófinu og sýndu að það voru afgerandi líkur á að ég væri dóttir hans. Um svipað leyti var ég skírð, það hefði nefnilega dregist á langinn að skíra mig af því að það var enginn prestur á Selfossi.“ Þegar móðir Magdalenu hringdi í ömmu hennar og afa, foreldra blóðföður hennar, til að bjóða þeim í skírnina kom í ljós að þau höfðu ekki hugmynd um tilvist barnabarnsins sem þau höfðu eignast. „Ég get rétt svo ímyndað mér hversu skrítið það hefur verið fyrir þau að fá þetta símtal en þau brugðust engu að síður vel við. Og þrátt fyrir að áhugaleysi blóðföður míns þá tóku þau mér opnum örmum og við vorum alla tíð í góðu sambandi.“ Þegar Magdalena var orðin níu mánaða gömul eignaðist blóðfaðir hennar son með sambýliskonu sinni. „Það var ósk mömmu að það myndi vera eitthvað samband á milli okkar, sérstaklega af því að núna átti ég lítinn hálfbróður. Það var talað um að koma á einhverskonar fyrirkomulagi, að ég myndi koma og hitta þau eins og einu sinni í mánuði. En það gekk brösulega. Ég var þriggja eða fjögurra ára þegar ég kom til þeirra í eitt skipti og fékk að gista. Eftir það voru samskiptin engin.“ Í fyrrnefndu bréfi sem Magdalena birti á facebook ritaði hún meðal annars: „Ég var bara barn þegar ég gisti i fyrsta skiptið heima hjá ykkur. Þú ýttir hendinni á mér i burtu þegar ég reyndi að fikta í eyranu á þér, hreyttir í mig að fara að sofa og snerir þér í áttina til fjölskyldunnar þinnar á meðan ég var á rúmbrúninni. Hvernig áttir þú að vita að ég var vön að fikta i eyranu á mömmu til að sofna? Þú hafðir ekki áhuga. Ég var bara barn þegar þú sagðir mömmu minni að næstu þrjár helgar gætir þú ekki tekið við mér i heimsókn vegna vinnu. Þessar þrjár helgar virðast enn ekki hafa liðið.“ Líf Magdalenu breyttist þegar hún var fjögurra ára gömul. Þá eignaðist hún loksins pabba.Aðsend Nýr kafli Þegar Magdalena var fjögurra ára kynntist mamma hennar núverandi eiginmanni sínum. Hann tók Magdalenu opnum örmum og gekk henni samstundis í föðurstað. Hann er pabbi hennar í dag. Samband þeirra tveggja hefur alla tíð verið einstakt og ástríkt. „Það var magnað hvernig við smullum saman nánast strax. Ég hafði aldrei átt pabba. Núna átti ég allt í einu pabba, sem elskaði mig skilyrðislaust. Ég veit að það er ekki sjálfsagt og ég verð honum ævinlega þakklát. Ég er ótrúlega heppin. Hann fékk þarna risastórt verkefni; að taka á móti barni sem var ofboðslega ringlað og í lausu lofti. Hann og mamma þurftu þarna í sameiningu að hlúa að mér, þar sem ég var lítil og brothætt,“ segir Magdalena sem „græddi“ ekki bara föður heldur heila föðurfjölskyldu líka. „Hann á stóra fjölskyldu, þrjú systkini og fullt af frændsystkinum og þau tóku mér öll opnum örmum. Mamma og pabbi eignuðust síðan bróður minn, sem er sex árum yngri en ég og ég fann aldrei fyrir því að ég væri ekki tengd pabba mínum blóðböndum.“ Mæðgurnar fluttu síðan á Vík í Mýrdal, þar sem pabbi Magdalenu bjó. „Það var algjör paradís, dásamlegt umhverfi, og svo mikið frelsi. Það var hægt að finna ævintýri all staðar. En það var vissulega frekar erfitt að vera í litlum skóla, við vorum bara sjö í mínum árgangi og það var ekki mikið rými til að skera sig úr hópnum.“ Hágrátandi og ringluð Magdalena segir að þrátt fyrir að faðir hennar hafi komið inn í líf hennar á sínum tíma, tekið hana að sér og elskað hana skilyrðislaust þá hafi hún engu að síður þurft að glíma við eftirköstin af höfnun blóðföður síns í mörg ár í viðbót. „Ég átti virkilega erfitt. Ég var með svo risastórar og flóknar tilfinningar sem ég kunni ekkert að díla við, og oft lét ég það bitna á pabba og mömmu af því að ég hafði einfaldlega ekkert „outlet“ fyrir þær. Ég er með bullandi stórt skap - og í ofanálag var ég með ógreint ADHD á þessum tíma. Mamma er líka mjög ákveðin og þetta var oft svona „járn í járn“, samskiptin hjá okkur. Þegar ég horfi til baka í dag, á margt sem ég sagði og gerði og hvernig ég hagaði mér, þá veit ég að það er vegna þess að ég var ennþá í svo miklum sárum, ég var bara algjörlega í molum. Mamma og pabbi gerðu allt sem þau gátu til að hlúa að mér. Einn sálfræðingur sem mamma talaði við sagði henni að það eina sem hún og pabbi gætu gert væri að vera til staðar fyrir mig og hlusta á mig, en þau gætu ekki tekið sársaukann í burtu. Hún minnist þess að hafa eytt ótal stundum hágrátandi, ringluð og ráðvillt. „Ég átti svo erfitt með að skilja þetta; af hverju vildi blóðfaðir minn mig ekki? Hann átti annað barn, en af hverju vildi hann ekki mig? Ég get rétt svo ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir mömmu. Hvernig áttu að útskýra eitthvað svona fyrir fimm ára barni, að pabbi þinn vill þig ekki? Ég held að það sé bara ekki hægt. Það bætti ekki úr skák að ég var líkari blóðföður mínum í útliti heldur en mömmu, ég er frekar hávaxin og með brún augu. Ég fékk oft að heyra, frá þeim sem þekktu bæði mömmu og blóðföður minn, að ég væri eins og snýtt út úr nösinni á honum. Og á sínum tíma var virkilega erfitt fyrir mig að heyra það. Magdalena segist alltaf hafa haldið í vonina í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Ég var líka oft spurð út í það af hverju ég væri ekki með sama föðurnafn og litli bróðir minn. Þegar mamma og pabbi giftu sig, árið 1999, þá ætlaði pabbi að ættleiða mig en þá var það ekki hægt af því að þau voru ekki búin að vera gift nógu lengi. En sem betur fer þá var samt leyfilegt að breyta eftirnafninu mínu og þá var ég skráð Sveinsdóttir. Árið 2018 var svo formlega gengið frá ættleiðingu.“ Magdalena, og móðir hennar, héldu engu að síður alltaf í von um að blóðfaðir Magdalenu myndi sjá að sér, og leyfa Magdalenu að vera hluti af lífi sínu og fjölskyldunnar. Blóðfaðir Magdalenu eignast annan son. Magdalena átti því tvo hálfbræður sem hún þráði að fá að kynnast. „Þrátt fyrir að samband mitt við blóðföður minn væri ekkert, þá fannst mömmu rétt að ég myndi kynnast hálfbræðrum mínum. Mig langaði svo mikið að kynnast þeim. Ég skrifaði mörg bréf sem mamma reyndi að koma áleiðis, en ég fékk aldrei svar til baka.“ Magdalena bætir við að hún hafi aldrei heyrt móður sína tala neikvætt um blóðföður hennar við hana, eða reynt að snúa henni gegn honum. „Mamma sagði oft við mig, að ef það væri ekki fyrir blóðföður minn, þá væri ég ekki til. Af því að hún var alltaf að vona að hann myndi sjá að sér einn daginn og hafa samband, og hún vildi ekki eyðileggja það fyrir mér. Hún tók sjálfa sig algjörlega út úr þessari jöfnu, og einblíndi bara á það sem var best fyrir mig.“ Boðflenna í jarðarför afa síns Eitt atvik frá þessum árum situr sterkt eftir í huga Magdalenu. „Árið 2005 dó afi, pabbi blóföður míns. Ég hafði alltaf verið í sambandi við hann og ömmu í gegnum árin, þau voru mér svo góð, og alltaf þegar ég og mamma áttum ferð til Reykjavíkur þá fékk ég að koma í heimsókn til þeirra. Mér þótti afskaplega vænt um þau og ég var þess vegna miður mín þegar ég fékk að vita að afi væri dáinn. Ég fór í fylgd með foreldrum mínum í jarðaförina og við settumst aftarlega í kirkjuna. Áður en athöfnin hófst, gekk blóðfaðir minn framhjá okkur án þess að heilsa. Mamma hafði haft samband við útfararstjóra til að ég gæti kvatt afa og mættum við áður en að athöfnin hófst, ég fékk að setja lítinn engil á kistuna og átti erfiða en góða kveðjustund. Rétt áður en að athöfnin hófst, ætlaði ég að fara til ömmu og knúsa hana en ein af systrum blóðföður míns vísaði okkur í burtu með þeim orðum að þarna sæti nánasta fjölskylda. Það birtist minningargrein um afa, sem ég klippti út úr blaðinu og hengdi upp á vegg. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég las greinina og tók þá eftir því að það var hvergi minnst á nafnið mitt þegar afkomendur voru taldir upp. Mamma var búin að vera með kvíðahnút í maganum yfir því hvenær ég myndi taka eftir þessu.“ Blóðfaðir Magdalenu eignast annan son. Magdalena átti því tvo hálfbræður sem hún þráði að fá að kynnast. „Um jólin 2009 sendi ég hálfbræðrum mínum tveimur jólakort. Í kjölfarið hafði eiginkona blóðföður míns allt í einu samband, upp úr þurru og bauð mér í heimsókn. Ég var auðvitað bæði hissa og himinlifandi. Mamma keyrði mig í bæinn, en ég hitti ekki blóðföður minn, heldur bara konuna hans og bræður mína tvo. Við vorum síðan í sambandi í gegnum facebook í einhvern tíma á eftir og það var eins og það væri að byrja að myndast einhver tengsl þarna. Þarna var ég orðin sextán ára gömul, þetta var rétt áður en ég byrjaði í menntaskóla. Svo kom að því að ég gisti hjá þeim eina nótt og þá hitti ég blóðföður minn, í fyrsta skipti síðan ég var fjögurra ára gömul. Það fyrsta og það eina, sem hann sagði við mig var: „Má bjóða þér harðfisk?“ Hann hafði ekkert annað að segja við mig. En á þessum tíma var samt eins og eitthvað væri að breytast, kona blóðföður míns sagði mér að ég væri sko ekki neitt leyndarmál og að ég mætti flytja til þeirra ef ég vildi og fara í skóla í bænum. Ég var auðvitað sjúklega spennt, allt í einu var ég orðinn hluti af fjölskyldunni þeirra, og mamma var líka ofboðslega glöð fyrir mína hönd,“ segir Magdalena en gleðin var þó skamvinn. „Einn daginn hættu þau skyndilega að svara mér. Þau létu sig bara hverfa. Þegar ég náði loksins í konu blóðföður míns í síma talaði hún eitthvað um að þetta „hentaði þeim ekki núna“ eða eitthvað slíkt. Og í kjölfarið duttu öll samskipti niður. Þau hurfu af facebook hjá mér. Ég var algjörlega niðurbrotin og enn og aftur kom það í hlut mömmu og pabba að pikka mig upp og púsla mér saman. Ég man alltaf hvernig hún orðaði þetta við mig: „Veistu það að þegar postulín brotnar og er límt saman þá verður það sterkara?“ En þarna fékk ég eiginlega bara endanlega nóg og gaf upp alla von.“ Alltaf í vörn Nokkrum árum síðar hafði Magdalena lokið menntaskólanámi og var komin í lýðháskóla í Danmörku. „Einn daginn var ég að sýna dönsku samnemendum mínum Íslendingabók, af því að þeir voru auðvitað mjög forvitnir um þetta skrítna, séríslenska „konsept.“ Þegar ég skráði mig inn á aðganginn minn sá ég að amma, mamma blóðföður míns var skráð látin. Ég fékk sjokk, það hafði enginn látið mig vita af því. Í einhverju bræðiskasti sendi ég skilaboðabeiðni á blóðföður minn á facebook og spurði hann út í þetta. Ég fékk aldrei svar og ég veit ekki hvort hann hafi yfirhöfuð séð skilaboðin frá mér,“ segir Magdalena og bætir við að þetta hafi í raun verið kornið sem fyllti mælinn. „Ég og yngri bróðir minn eigum mjög gott og fallegt samband, en í dag syrgi ég það auðvitað að hafa aldrei fengið að kynnast hálfbræðrum mínum. Ef ég myndi einhvern tímann fá að kynnast þeim þá veit ég að það verður aldrei eins og sambandið sem ég á við bróður minn sem ég ólst upp með, af því að við erum orðin fullorðin og við ólumst ekki upp saman, það er búið að stroka þann part úr sögunni. Ég vona þó enn þann dag í dag, að ég fái tækifæri til að kynnast þeim.“ Á sínum tíma leitaði Magdalena til sálfræðings til að vinna úr öðrum áföllum sem hún hafði orðið fyrir á lífsleiðinni. Í þeim samtölum kom höfnunin úr æsku upp. „Og það var svo skýrt hvað þessi höfnun blóðföður míns spilaði stóran þátt í öllu lífi mínu, litaði allt. Ég var, og er reyndar ennþá, rosalega metnaðargjörn, og ég setti svakalega mikla pressu á sjálfa mig að standa mig vel í öllu. Þegar ég horfi til baka þá finnst mér ekki ólíklegt að ég hafi að hluta til gert það vegna þess að ég vildi sanna mig, sanna að ég væri fullkomin dóttir, sanna að það væri ekki mögulegt að blóðfaðir minn hefði hafnað mér vegna þess að ég væri ekki verðug dóttir. Ég var alltaf að reyna að passa inn, alltaf að leita að samþykki frá öðrum, og ég leitaði á vitlausum stöðum. Ég var alltaf að leita að viðurkenningu. Þegar kom að samböndum við stráka þá átti ég mjög erfitt með að setja mörk, og þar af leiðandi leitaði ég í mjög óheilbrigð sambönd. Ég var alltaf í rosalega mikilli vörn. Ég á enn í dag erfitt með að treysta fólki og ég mjög erfitt með að hleypa öðrum að mér. Það er eitthvað sem ég þarf að æfa mig í.“ Fæðing dótturinnar breytti öllu Árið 2019 kynntist Magdalena unnusta sínum, Ara Páli Olsen. Og í dag eiga þau fimmtán mánaða gamla dóttur, Matthildi Yrsu. „Þetta voru ákveðin tímamót, að verða mamma. Þegar þú eignast barn þá ferðu að sjá lífið í nýju ljósi. Allt í einu fannst mér ég skilja betur svo margt af því sem mamma mín hafði gengið í gegnum með mig; þessi ótrúlega sterka þörf til að vernda barnið þitt og þessi skilyrðislausa foreldraást. Matthildur Yrsa er ljósið í lífi Magdalenu.Aðsend Áður en Magdalena varð ólétt af dóttur sinni, velti hún mikið fyrir sér að hafa samband við eina systur blóðföður síns, sem hafði áður sýnt vilja á að hafa samband. Í fyrstu vildi Magdalena heyra í henni, til að forvitnast um heilsufarssögu föðurfjölskyldunnar, en var svo boðið að hitta hluta af fjölskyldunni. Hún hitti þau, líkaði vel og tók þessi hluti fjölskyldunnar vel á móti henni. Þau höfðu orð á því að Magdalena væri mjög lík fólki í ættinni. Þetta var á tímum Covid og var erfitt að halda sambandi en hún hefur mikinn áhuga á að endurvekja þau kynni. Þegar ég var yngri þá þoldi ég ekki að vera með brún augu. Ég tengdi það alltaf við blóðföður minn. En dóttir mín er með brún augu eins og ég og þegar ég horfi á hana þá er þetta allt annað; þessi brúni augnlitur er búinn að fá nýja merkingu. Af því að þetta er hennar brúnu augu. Í eitt skipti horfði ég á dóttur mína, sem ég elska svo heitt, og hugsaði með mér hvernig það væri eiginlega mögulegt fyrir einhvern að afneita barninu sínu. Hvernig kjarna hefur manneskja sem getur gert það?,“ segir Magdalena og bætir við að þetta hafi í raun verið kveikjan að því að hún ákvað að birta fyrrnefnt bréf á facebook. „Þetta bréf var búið að vera í „notes“ í tölvunni hjá mér í mörg ár. Alltaf þegar mér leið illa þá settist ég niður og skrifaði,“ segir hún. Viðbrögðin við færslunni voru heilmikil og fjölmargir rituðu hlýlegar, fallegar og hvetjandi athugasemdir undir. Skilaði skömminni „Ég finn fyrir sátt í dag,“ segir Magdalena. „Ég var alltaf að leita að svörum. Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör, og ef ég fæ þau einhvern tímann þá mun ég líklega ekki skilja þau. Þetta kom auðvitað í kjölfarið á mjög mikilli sjálfsvinnu, og líka því að ég ákvað að breyta hugsunarhættinum hjá mér. Ég hætti að hugsa það þannig að skömmin væri mín. Af því að skömmin liggur ekki hjá mér. Svo horfi ég líka bara á lífið mitt, allt sem ég hef áorkað seinustu ár þrátt fyrir að hafa þurft að yfirstíga allar þessar hindranir. Það eru ekki þessir erfiðleikar sem að skilgreina mig sem manneskju, heldur miklu frekar hvernig ég nýti þessa reynslu. Ég veit að ég hef gert það á eigin verðleikum, en ég veit líka að ég hefði aldrei getað gert það án mömmu og pabba. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga foreldra sem hafa alltaf verið til staðar, hafa alltaf gripið mig og stutt mig. Það er þeim að þakka að ég er manneskjan sem ég er í dag. Þrátt fyrir allt sem hefur gerst, þá stend ég hérna. Ég á yndislegan mann og dásamlega dóttur sem ég sé ekki sólina fyrir. Ég veit að ég hefði auðveldlega getað endað á svo miklu verri stað, miðað við hvernig ástandið á mér var. Mitt nærumhverfi greip mig, og ég veit að það eru ekki allir jafn heppnir og ég hvað það varðar.“ Magdalena hefur náð sátt.Vísir/Vilhelm Magdalena tekur skýrt fram að ástæða þess að hún vilji segja sögu sína sé fyrst og fremst sú að hún vilji hjálpa öðrum í sömu sporum. „Þegar ég var yngri heyrði ég aldrei eða las sögur sem voru tengdar minni upplifun. Ég gat ekki speglað mig neinstaðar. Ég man líka eftir því að hafa horft á senur í einhverjum Hollywood myndum þar sem aðalpersónan var að hitta pabba sinn á ný eftir mörg ár. Þetta voru alltaf svona „happily ever after“ sögur sem enduðu vel og allir voru glaðir. Ég horfði á þetta og ég skildi ekki af hverju þetta var ekki svona hjá mér. Ég vissi ekki hvað ég væri eiginlega að gera svona rangt. Það hefði verið ótrúlega gott fyrir mig á sínum tíma að heyra eða lesa um upplifun annara sem hafa gengið í gegnum þetta. Að vita að ég væri ekki ein. Ég veit að þetta er veruleiki margra þarna úti, að vera hafnað af foreldri sínu. En það er bara svo lítið talað um þetta.“ Börn og uppeldi Helgarviðtal Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Mörg dæmi eru um að feður kjósi af fúsum og frjálsum vilja að taka ekki þátt í lífi barna sinna. Engin úrræði standa börnum og barnsmæðrum þessara manna til boða, enda ekki gert ráð fyrir málum af þessi tagi í félagskerfinu. Engar rannsóknir hafa verið gerðir á fjarverandi feðrum hér á landi en slíkar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar erlendis og hafa leitt í ljós að fjarvera feðra hefur neikvæð félags- og sálfræðileg áhrif á börn. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að tilfinningalegi sársaukinn sem barn finnur fyrir við höfnun af hálfu foreldris er svo gífurlegur að hann virkjar sama svæði í heilanum og líkamlegur sársauki. Sálræn áhrif þess að vera hafnað af föður sínum fylgdu Magdalenu í gegnum barnæskuna, unglingsárin og fram á fullorðnisár. Vissu ekki af tilvist barnabarnsins Magdalena starfar sem þroskaþjálfi í grunnskóla og býr ásamt unnusta sínum og dóttur í Reykjavík. „Mamma mín og blóðfaðir minn voru vinir en voru aldrei í neinu ástarsambandi þannig séð. En svo varð mamma ólétt að mér. Á þessum tíma var hún um þrítugt og henni hafði áður verið sagt að hún myndi líklega ekki geta eignast börn. Þess vegna voru þetta miklar hamingjufréttir fyrir hana, skiljanlega, en hún stóð á sama tíma frammi fyrir því að vera einstæð móðir. Hún sagði blóðföður mínum fréttirnar og lét hann á sama tíma vita að það væri engin pressa á honum, og að hann réði því alveg hvort hann myndi taka þátt eða ekki. En hann varð, að mér skilst, himinlifandi og sagði mömmu að hann ætlaði að sjálfsögðu að vera faðir barnsins.“ Magdalenu skilst að á einhverjum tímapunkti á meðgöngunni hafi móðir hennar fundið fyrir verkjum en síðan hafi allt reynst vera í lagi. Þegar hún hafi hringt í blóðföður hennar til að láta hann vita hafi hann tjáð móður hennar að hann væri kominn í samband með annarri konu og vildi ekkert vita af barninu sem var væntanlegt í heiminn. „Og þá stóð mamma uppi ein. Hún flutti á Selfoss, þar sem amma hennar bjó. Þegar hún eignaðist mig þá stóð hún náttúrulega frammi fyrir ákveðnu vali, valið stóð á milli þess hvort hún ætti að kenna mig við blóðföður minn eða vera sjálfstætt foreldri. Hún hugsaði með sér að ef hún myndi halda faðerninu leyndu fyrir mér þá myndi það kanski valda því að ég yrði rosalega reið út í hana þegar ég væri orðin eldri. Hún ákvað það mjög fljótt að ég myndi alltaf fá að vita hverra manna ég væri, það væri minn réttur að vita hver pabbi minn væri. Og þar af leiðandi var ég feðruð með nafni blóðföður míns. Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir það í dag að mamma hafi tekið þessa ákvörðun, jafnvel þrátt fyrir allt sem fylgdi í kjölfarið. Þegar blóðfaðir minn fékk tilkynningu um að hann hefði verið skráður sem faðir minn þá fór hann strax fram á að það yrði gert DNA próf. Mamma vissi auðvitað að það var enginn annar en hann sem kom til greina. Nokkrum mánuðum síðar komu niðurstöðurnar úr prófinu og sýndu að það voru afgerandi líkur á að ég væri dóttir hans. Um svipað leyti var ég skírð, það hefði nefnilega dregist á langinn að skíra mig af því að það var enginn prestur á Selfossi.“ Þegar móðir Magdalenu hringdi í ömmu hennar og afa, foreldra blóðföður hennar, til að bjóða þeim í skírnina kom í ljós að þau höfðu ekki hugmynd um tilvist barnabarnsins sem þau höfðu eignast. „Ég get rétt svo ímyndað mér hversu skrítið það hefur verið fyrir þau að fá þetta símtal en þau brugðust engu að síður vel við. Og þrátt fyrir að áhugaleysi blóðföður míns þá tóku þau mér opnum örmum og við vorum alla tíð í góðu sambandi.“ Þegar Magdalena var orðin níu mánaða gömul eignaðist blóðfaðir hennar son með sambýliskonu sinni. „Það var ósk mömmu að það myndi vera eitthvað samband á milli okkar, sérstaklega af því að núna átti ég lítinn hálfbróður. Það var talað um að koma á einhverskonar fyrirkomulagi, að ég myndi koma og hitta þau eins og einu sinni í mánuði. En það gekk brösulega. Ég var þriggja eða fjögurra ára þegar ég kom til þeirra í eitt skipti og fékk að gista. Eftir það voru samskiptin engin.“ Í fyrrnefndu bréfi sem Magdalena birti á facebook ritaði hún meðal annars: „Ég var bara barn þegar ég gisti i fyrsta skiptið heima hjá ykkur. Þú ýttir hendinni á mér i burtu þegar ég reyndi að fikta í eyranu á þér, hreyttir í mig að fara að sofa og snerir þér í áttina til fjölskyldunnar þinnar á meðan ég var á rúmbrúninni. Hvernig áttir þú að vita að ég var vön að fikta i eyranu á mömmu til að sofna? Þú hafðir ekki áhuga. Ég var bara barn þegar þú sagðir mömmu minni að næstu þrjár helgar gætir þú ekki tekið við mér i heimsókn vegna vinnu. Þessar þrjár helgar virðast enn ekki hafa liðið.“ Líf Magdalenu breyttist þegar hún var fjögurra ára gömul. Þá eignaðist hún loksins pabba.Aðsend Nýr kafli Þegar Magdalena var fjögurra ára kynntist mamma hennar núverandi eiginmanni sínum. Hann tók Magdalenu opnum örmum og gekk henni samstundis í föðurstað. Hann er pabbi hennar í dag. Samband þeirra tveggja hefur alla tíð verið einstakt og ástríkt. „Það var magnað hvernig við smullum saman nánast strax. Ég hafði aldrei átt pabba. Núna átti ég allt í einu pabba, sem elskaði mig skilyrðislaust. Ég veit að það er ekki sjálfsagt og ég verð honum ævinlega þakklát. Ég er ótrúlega heppin. Hann fékk þarna risastórt verkefni; að taka á móti barni sem var ofboðslega ringlað og í lausu lofti. Hann og mamma þurftu þarna í sameiningu að hlúa að mér, þar sem ég var lítil og brothætt,“ segir Magdalena sem „græddi“ ekki bara föður heldur heila föðurfjölskyldu líka. „Hann á stóra fjölskyldu, þrjú systkini og fullt af frændsystkinum og þau tóku mér öll opnum örmum. Mamma og pabbi eignuðust síðan bróður minn, sem er sex árum yngri en ég og ég fann aldrei fyrir því að ég væri ekki tengd pabba mínum blóðböndum.“ Mæðgurnar fluttu síðan á Vík í Mýrdal, þar sem pabbi Magdalenu bjó. „Það var algjör paradís, dásamlegt umhverfi, og svo mikið frelsi. Það var hægt að finna ævintýri all staðar. En það var vissulega frekar erfitt að vera í litlum skóla, við vorum bara sjö í mínum árgangi og það var ekki mikið rými til að skera sig úr hópnum.“ Hágrátandi og ringluð Magdalena segir að þrátt fyrir að faðir hennar hafi komið inn í líf hennar á sínum tíma, tekið hana að sér og elskað hana skilyrðislaust þá hafi hún engu að síður þurft að glíma við eftirköstin af höfnun blóðföður síns í mörg ár í viðbót. „Ég átti virkilega erfitt. Ég var með svo risastórar og flóknar tilfinningar sem ég kunni ekkert að díla við, og oft lét ég það bitna á pabba og mömmu af því að ég hafði einfaldlega ekkert „outlet“ fyrir þær. Ég er með bullandi stórt skap - og í ofanálag var ég með ógreint ADHD á þessum tíma. Mamma er líka mjög ákveðin og þetta var oft svona „járn í járn“, samskiptin hjá okkur. Þegar ég horfi til baka í dag, á margt sem ég sagði og gerði og hvernig ég hagaði mér, þá veit ég að það er vegna þess að ég var ennþá í svo miklum sárum, ég var bara algjörlega í molum. Mamma og pabbi gerðu allt sem þau gátu til að hlúa að mér. Einn sálfræðingur sem mamma talaði við sagði henni að það eina sem hún og pabbi gætu gert væri að vera til staðar fyrir mig og hlusta á mig, en þau gætu ekki tekið sársaukann í burtu. Hún minnist þess að hafa eytt ótal stundum hágrátandi, ringluð og ráðvillt. „Ég átti svo erfitt með að skilja þetta; af hverju vildi blóðfaðir minn mig ekki? Hann átti annað barn, en af hverju vildi hann ekki mig? Ég get rétt svo ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir mömmu. Hvernig áttu að útskýra eitthvað svona fyrir fimm ára barni, að pabbi þinn vill þig ekki? Ég held að það sé bara ekki hægt. Það bætti ekki úr skák að ég var líkari blóðföður mínum í útliti heldur en mömmu, ég er frekar hávaxin og með brún augu. Ég fékk oft að heyra, frá þeim sem þekktu bæði mömmu og blóðföður minn, að ég væri eins og snýtt út úr nösinni á honum. Og á sínum tíma var virkilega erfitt fyrir mig að heyra það. Magdalena segist alltaf hafa haldið í vonina í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Ég var líka oft spurð út í það af hverju ég væri ekki með sama föðurnafn og litli bróðir minn. Þegar mamma og pabbi giftu sig, árið 1999, þá ætlaði pabbi að ættleiða mig en þá var það ekki hægt af því að þau voru ekki búin að vera gift nógu lengi. En sem betur fer þá var samt leyfilegt að breyta eftirnafninu mínu og þá var ég skráð Sveinsdóttir. Árið 2018 var svo formlega gengið frá ættleiðingu.“ Magdalena, og móðir hennar, héldu engu að síður alltaf í von um að blóðfaðir Magdalenu myndi sjá að sér, og leyfa Magdalenu að vera hluti af lífi sínu og fjölskyldunnar. Blóðfaðir Magdalenu eignast annan son. Magdalena átti því tvo hálfbræður sem hún þráði að fá að kynnast. „Þrátt fyrir að samband mitt við blóðföður minn væri ekkert, þá fannst mömmu rétt að ég myndi kynnast hálfbræðrum mínum. Mig langaði svo mikið að kynnast þeim. Ég skrifaði mörg bréf sem mamma reyndi að koma áleiðis, en ég fékk aldrei svar til baka.“ Magdalena bætir við að hún hafi aldrei heyrt móður sína tala neikvætt um blóðföður hennar við hana, eða reynt að snúa henni gegn honum. „Mamma sagði oft við mig, að ef það væri ekki fyrir blóðföður minn, þá væri ég ekki til. Af því að hún var alltaf að vona að hann myndi sjá að sér einn daginn og hafa samband, og hún vildi ekki eyðileggja það fyrir mér. Hún tók sjálfa sig algjörlega út úr þessari jöfnu, og einblíndi bara á það sem var best fyrir mig.“ Boðflenna í jarðarför afa síns Eitt atvik frá þessum árum situr sterkt eftir í huga Magdalenu. „Árið 2005 dó afi, pabbi blóföður míns. Ég hafði alltaf verið í sambandi við hann og ömmu í gegnum árin, þau voru mér svo góð, og alltaf þegar ég og mamma áttum ferð til Reykjavíkur þá fékk ég að koma í heimsókn til þeirra. Mér þótti afskaplega vænt um þau og ég var þess vegna miður mín þegar ég fékk að vita að afi væri dáinn. Ég fór í fylgd með foreldrum mínum í jarðaförina og við settumst aftarlega í kirkjuna. Áður en athöfnin hófst, gekk blóðfaðir minn framhjá okkur án þess að heilsa. Mamma hafði haft samband við útfararstjóra til að ég gæti kvatt afa og mættum við áður en að athöfnin hófst, ég fékk að setja lítinn engil á kistuna og átti erfiða en góða kveðjustund. Rétt áður en að athöfnin hófst, ætlaði ég að fara til ömmu og knúsa hana en ein af systrum blóðföður míns vísaði okkur í burtu með þeim orðum að þarna sæti nánasta fjölskylda. Það birtist minningargrein um afa, sem ég klippti út úr blaðinu og hengdi upp á vegg. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég las greinina og tók þá eftir því að það var hvergi minnst á nafnið mitt þegar afkomendur voru taldir upp. Mamma var búin að vera með kvíðahnút í maganum yfir því hvenær ég myndi taka eftir þessu.“ Blóðfaðir Magdalenu eignast annan son. Magdalena átti því tvo hálfbræður sem hún þráði að fá að kynnast. „Um jólin 2009 sendi ég hálfbræðrum mínum tveimur jólakort. Í kjölfarið hafði eiginkona blóðföður míns allt í einu samband, upp úr þurru og bauð mér í heimsókn. Ég var auðvitað bæði hissa og himinlifandi. Mamma keyrði mig í bæinn, en ég hitti ekki blóðföður minn, heldur bara konuna hans og bræður mína tvo. Við vorum síðan í sambandi í gegnum facebook í einhvern tíma á eftir og það var eins og það væri að byrja að myndast einhver tengsl þarna. Þarna var ég orðin sextán ára gömul, þetta var rétt áður en ég byrjaði í menntaskóla. Svo kom að því að ég gisti hjá þeim eina nótt og þá hitti ég blóðföður minn, í fyrsta skipti síðan ég var fjögurra ára gömul. Það fyrsta og það eina, sem hann sagði við mig var: „Má bjóða þér harðfisk?“ Hann hafði ekkert annað að segja við mig. En á þessum tíma var samt eins og eitthvað væri að breytast, kona blóðföður míns sagði mér að ég væri sko ekki neitt leyndarmál og að ég mætti flytja til þeirra ef ég vildi og fara í skóla í bænum. Ég var auðvitað sjúklega spennt, allt í einu var ég orðinn hluti af fjölskyldunni þeirra, og mamma var líka ofboðslega glöð fyrir mína hönd,“ segir Magdalena en gleðin var þó skamvinn. „Einn daginn hættu þau skyndilega að svara mér. Þau létu sig bara hverfa. Þegar ég náði loksins í konu blóðföður míns í síma talaði hún eitthvað um að þetta „hentaði þeim ekki núna“ eða eitthvað slíkt. Og í kjölfarið duttu öll samskipti niður. Þau hurfu af facebook hjá mér. Ég var algjörlega niðurbrotin og enn og aftur kom það í hlut mömmu og pabba að pikka mig upp og púsla mér saman. Ég man alltaf hvernig hún orðaði þetta við mig: „Veistu það að þegar postulín brotnar og er límt saman þá verður það sterkara?“ En þarna fékk ég eiginlega bara endanlega nóg og gaf upp alla von.“ Alltaf í vörn Nokkrum árum síðar hafði Magdalena lokið menntaskólanámi og var komin í lýðháskóla í Danmörku. „Einn daginn var ég að sýna dönsku samnemendum mínum Íslendingabók, af því að þeir voru auðvitað mjög forvitnir um þetta skrítna, séríslenska „konsept.“ Þegar ég skráði mig inn á aðganginn minn sá ég að amma, mamma blóðföður míns var skráð látin. Ég fékk sjokk, það hafði enginn látið mig vita af því. Í einhverju bræðiskasti sendi ég skilaboðabeiðni á blóðföður minn á facebook og spurði hann út í þetta. Ég fékk aldrei svar og ég veit ekki hvort hann hafi yfirhöfuð séð skilaboðin frá mér,“ segir Magdalena og bætir við að þetta hafi í raun verið kornið sem fyllti mælinn. „Ég og yngri bróðir minn eigum mjög gott og fallegt samband, en í dag syrgi ég það auðvitað að hafa aldrei fengið að kynnast hálfbræðrum mínum. Ef ég myndi einhvern tímann fá að kynnast þeim þá veit ég að það verður aldrei eins og sambandið sem ég á við bróður minn sem ég ólst upp með, af því að við erum orðin fullorðin og við ólumst ekki upp saman, það er búið að stroka þann part úr sögunni. Ég vona þó enn þann dag í dag, að ég fái tækifæri til að kynnast þeim.“ Á sínum tíma leitaði Magdalena til sálfræðings til að vinna úr öðrum áföllum sem hún hafði orðið fyrir á lífsleiðinni. Í þeim samtölum kom höfnunin úr æsku upp. „Og það var svo skýrt hvað þessi höfnun blóðföður míns spilaði stóran þátt í öllu lífi mínu, litaði allt. Ég var, og er reyndar ennþá, rosalega metnaðargjörn, og ég setti svakalega mikla pressu á sjálfa mig að standa mig vel í öllu. Þegar ég horfi til baka þá finnst mér ekki ólíklegt að ég hafi að hluta til gert það vegna þess að ég vildi sanna mig, sanna að ég væri fullkomin dóttir, sanna að það væri ekki mögulegt að blóðfaðir minn hefði hafnað mér vegna þess að ég væri ekki verðug dóttir. Ég var alltaf að reyna að passa inn, alltaf að leita að samþykki frá öðrum, og ég leitaði á vitlausum stöðum. Ég var alltaf að leita að viðurkenningu. Þegar kom að samböndum við stráka þá átti ég mjög erfitt með að setja mörk, og þar af leiðandi leitaði ég í mjög óheilbrigð sambönd. Ég var alltaf í rosalega mikilli vörn. Ég á enn í dag erfitt með að treysta fólki og ég mjög erfitt með að hleypa öðrum að mér. Það er eitthvað sem ég þarf að æfa mig í.“ Fæðing dótturinnar breytti öllu Árið 2019 kynntist Magdalena unnusta sínum, Ara Páli Olsen. Og í dag eiga þau fimmtán mánaða gamla dóttur, Matthildi Yrsu. „Þetta voru ákveðin tímamót, að verða mamma. Þegar þú eignast barn þá ferðu að sjá lífið í nýju ljósi. Allt í einu fannst mér ég skilja betur svo margt af því sem mamma mín hafði gengið í gegnum með mig; þessi ótrúlega sterka þörf til að vernda barnið þitt og þessi skilyrðislausa foreldraást. Matthildur Yrsa er ljósið í lífi Magdalenu.Aðsend Áður en Magdalena varð ólétt af dóttur sinni, velti hún mikið fyrir sér að hafa samband við eina systur blóðföður síns, sem hafði áður sýnt vilja á að hafa samband. Í fyrstu vildi Magdalena heyra í henni, til að forvitnast um heilsufarssögu föðurfjölskyldunnar, en var svo boðið að hitta hluta af fjölskyldunni. Hún hitti þau, líkaði vel og tók þessi hluti fjölskyldunnar vel á móti henni. Þau höfðu orð á því að Magdalena væri mjög lík fólki í ættinni. Þetta var á tímum Covid og var erfitt að halda sambandi en hún hefur mikinn áhuga á að endurvekja þau kynni. Þegar ég var yngri þá þoldi ég ekki að vera með brún augu. Ég tengdi það alltaf við blóðföður minn. En dóttir mín er með brún augu eins og ég og þegar ég horfi á hana þá er þetta allt annað; þessi brúni augnlitur er búinn að fá nýja merkingu. Af því að þetta er hennar brúnu augu. Í eitt skipti horfði ég á dóttur mína, sem ég elska svo heitt, og hugsaði með mér hvernig það væri eiginlega mögulegt fyrir einhvern að afneita barninu sínu. Hvernig kjarna hefur manneskja sem getur gert það?,“ segir Magdalena og bætir við að þetta hafi í raun verið kveikjan að því að hún ákvað að birta fyrrnefnt bréf á facebook. „Þetta bréf var búið að vera í „notes“ í tölvunni hjá mér í mörg ár. Alltaf þegar mér leið illa þá settist ég niður og skrifaði,“ segir hún. Viðbrögðin við færslunni voru heilmikil og fjölmargir rituðu hlýlegar, fallegar og hvetjandi athugasemdir undir. Skilaði skömminni „Ég finn fyrir sátt í dag,“ segir Magdalena. „Ég var alltaf að leita að svörum. Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör, og ef ég fæ þau einhvern tímann þá mun ég líklega ekki skilja þau. Þetta kom auðvitað í kjölfarið á mjög mikilli sjálfsvinnu, og líka því að ég ákvað að breyta hugsunarhættinum hjá mér. Ég hætti að hugsa það þannig að skömmin væri mín. Af því að skömmin liggur ekki hjá mér. Svo horfi ég líka bara á lífið mitt, allt sem ég hef áorkað seinustu ár þrátt fyrir að hafa þurft að yfirstíga allar þessar hindranir. Það eru ekki þessir erfiðleikar sem að skilgreina mig sem manneskju, heldur miklu frekar hvernig ég nýti þessa reynslu. Ég veit að ég hef gert það á eigin verðleikum, en ég veit líka að ég hefði aldrei getað gert það án mömmu og pabba. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga foreldra sem hafa alltaf verið til staðar, hafa alltaf gripið mig og stutt mig. Það er þeim að þakka að ég er manneskjan sem ég er í dag. Þrátt fyrir allt sem hefur gerst, þá stend ég hérna. Ég á yndislegan mann og dásamlega dóttur sem ég sé ekki sólina fyrir. Ég veit að ég hefði auðveldlega getað endað á svo miklu verri stað, miðað við hvernig ástandið á mér var. Mitt nærumhverfi greip mig, og ég veit að það eru ekki allir jafn heppnir og ég hvað það varðar.“ Magdalena hefur náð sátt.Vísir/Vilhelm Magdalena tekur skýrt fram að ástæða þess að hún vilji segja sögu sína sé fyrst og fremst sú að hún vilji hjálpa öðrum í sömu sporum. „Þegar ég var yngri heyrði ég aldrei eða las sögur sem voru tengdar minni upplifun. Ég gat ekki speglað mig neinstaðar. Ég man líka eftir því að hafa horft á senur í einhverjum Hollywood myndum þar sem aðalpersónan var að hitta pabba sinn á ný eftir mörg ár. Þetta voru alltaf svona „happily ever after“ sögur sem enduðu vel og allir voru glaðir. Ég horfði á þetta og ég skildi ekki af hverju þetta var ekki svona hjá mér. Ég vissi ekki hvað ég væri eiginlega að gera svona rangt. Það hefði verið ótrúlega gott fyrir mig á sínum tíma að heyra eða lesa um upplifun annara sem hafa gengið í gegnum þetta. Að vita að ég væri ekki ein. Ég veit að þetta er veruleiki margra þarna úti, að vera hafnað af foreldri sínu. En það er bara svo lítið talað um þetta.“
Börn og uppeldi Helgarviðtal Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira