Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa að mati Geirs allir mátt þola ósanngjarna meðferð af hálfu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson hættir sem formaður HSÍ í vor eftir tólf ár í starfi. Samsett/Getty/Vísir Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti