Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 12:13 Frá Stöðvarfirði í morgun. Garðar Harðar Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar
Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37