„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:28 Alfreð Erling er talinn hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“ Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51