Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 07:36 Dagur Sigurðsson er afskaplega hrifinn af króatísku þjóðinni og aðdáunin er gagnkvæm eins og króatíski herinn undirstrikaði. Skjáskot/RTL/Króatíska varnarmálaráðuneytið Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju. Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira