Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 15:08 Valskonur höfðu varann á og voru mættar til Vestmannaeyja í gær en það virðist ekki hafa dugað til. Vísir/Anton Brink Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands. Í körfuboltanum voru engir leikir á dagskrá hjá liðunum í efstu deildum meistaraflokka en í handboltanum stóð til að spila í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Á meðal leikjanna í bikarnum, sem snúast um það að komast í sjálfa úrslitavikuna í keppninni, er viðureign ÍBV og Vals. Meistarar Vals komu til Vestmannaeyja í gær, sem og dómarar leiksins, en þó verður ekkert af því að spilað verði í kvöld vegna þess veðurofsa sem er í Eyjum líkt og víða annars staðar á landinu. „Við komum í gærkvöldi, út af veðurspánni. Við vorum uppi á hóteli núna klukkan tvö að klára vídjófund og ég var svo með smá peppræðu í lokin, og þá kemur Hlynur Morthens markmannsþjálfari með nýjar fréttir frá HSÍ um að það væri búið að fresta leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna. „Það brast nú út smá hlátur og fólk vissi ekki hvort það ætti að trúa þessu,“ segir Ágúst léttur en Valsliðið mun gera gott úr málum, fá sér mat á Einsa kalda og halda létta spurningakeppni í kvöld í stað þess að spila handbolta. Engin ástæða er til að ergja sig á þeirri ákvörðun að fresta leiknum: „Þetta er bara ákvörðun sem almannavarnir taka. Það er stórbilað veður eins og er. Þetta er bara mjög eðlilegt og sem gamall björgunarsveitarmaður tel ég þetta vera rétta ákvörðun,“ segir Ágúst. Hann segir áætlað að leikurinn fari fram klukkan 18 á morgun, og að liðin mætist svo í deildarleik í hádeginu á laugardag. Valskonur verði því í Eyjum þar til síðdegis á laugardag og haldi svo heim. Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Í körfuboltanum voru engir leikir á dagskrá hjá liðunum í efstu deildum meistaraflokka en í handboltanum stóð til að spila í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Á meðal leikjanna í bikarnum, sem snúast um það að komast í sjálfa úrslitavikuna í keppninni, er viðureign ÍBV og Vals. Meistarar Vals komu til Vestmannaeyja í gær, sem og dómarar leiksins, en þó verður ekkert af því að spilað verði í kvöld vegna þess veðurofsa sem er í Eyjum líkt og víða annars staðar á landinu. „Við komum í gærkvöldi, út af veðurspánni. Við vorum uppi á hóteli núna klukkan tvö að klára vídjófund og ég var svo með smá peppræðu í lokin, og þá kemur Hlynur Morthens markmannsþjálfari með nýjar fréttir frá HSÍ um að það væri búið að fresta leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna. „Það brast nú út smá hlátur og fólk vissi ekki hvort það ætti að trúa þessu,“ segir Ágúst léttur en Valsliðið mun gera gott úr málum, fá sér mat á Einsa kalda og halda létta spurningakeppni í kvöld í stað þess að spila handbolta. Engin ástæða er til að ergja sig á þeirri ákvörðun að fresta leiknum: „Þetta er bara ákvörðun sem almannavarnir taka. Það er stórbilað veður eins og er. Þetta er bara mjög eðlilegt og sem gamall björgunarsveitarmaður tel ég þetta vera rétta ákvörðun,“ segir Ágúst. Hann segir áætlað að leikurinn fari fram klukkan 18 á morgun, og að liðin mætist svo í deildarleik í hádeginu á laugardag. Valskonur verði því í Eyjum þar til síðdegis á laugardag og haldi svo heim.
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira