Innlent

Lýsa yfir hættustigi al­manna­varna

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni.
Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni. Vísir/RAX

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hættustig Almannavarna gildir frá og með 15:00 í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

„Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is. Auk þess er hægt að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.

Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni. Einnig getur það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og lofti,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið

Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi í dag. Rauðar og appelsínugular viðvaranir hafa verið settar á lallt landið og er spáð hviðum upp í fimmtíu metra á sekúndu.

Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s

Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×