Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 12:17 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07