Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:25 Donald Trump og Benjamín Netanjahú í Washington DC í gær. AP/Alex Brandon Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“. Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“.
Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52