Innlent

Fylgi flokks borgar­stjórans dalar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fylgi Framsóknarflokksins, flokks Einars Þorsteinssonar, dalar milli kannanna.
Fylgi Framsóknarflokksins, flokks Einars Þorsteinssonar, dalar milli kannanna. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn er á mikilli siglingu í Reykjavíkurborg samkvæmt nýjustu könnun Gallup. Fylgi Framsóknarflokksins dalar enn.

Í nýrri Gallup könnun sem birt var á vef Viðskiptablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 31,2 prósenta fylgi. Það er um tíu prósenta aukning frá síðustu könnun sem gerð var í október 2024.

Vinstri grænir bæta einnig við sig fylgi á milli kannana og fara úr 1,9 prósentum í fjögur prósent. Þá bætir Viðreisn einnig við sig en í október mældust þau með 7,3 prósent fylgi. Nú í janúar mældust þau með ellefu prósenta fylgi.

Allir aðrir flokkar missa fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur en á eftir honum kemur Samfylkingin með 22,9 prósent fylgi og missir þar um þrjú prósent frá síðustu könnun. 

Framsóknarflokkurinn, flokkur Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mælist með 3,3 prósent fylgi og er þar af leiðandi með minnsta fylgið. Í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2022 fékk flokkurinn 18,9 prósenta fylgi.

Píratar misstu mesta fylgið á milli kannanna, fóru úr 11,8 prósenta fylgi í 4,4.

Flokkur fólksins mælist þá með 6,5 prósent fylgi, 8,6 prósent í október, og Miðflokkurinn 6,6 prósent en flokkurinn mældist með 8,5 prósenta fylgi í október 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×