Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:21 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira