Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 14:36 Von er á veseni á Keflavíkurflugvelli næstu tvo daga sökum veðurs. vísir/vilhelm Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum. Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum.
Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira