Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 12:30 Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar