Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 23:52 Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi er sá fyrsti til að nefna Karphúsið á nafn þó í aðeins annarri merkingu en tíðkast í dag. Vísir/Samsett „Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði. Meira ber á þessu ágæta húsi en vanalegt er vegna þess rembihnúts sem bundist hefur í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga en verkfall hófst í dag í fjölda leik- og grunnskóla. Því hafa vafalaust margir velt því fyrir sér hvað karphús er, hvað er gert þar, og hvers vegna karpið fer fram í þartilgerðu húsi. Flestir kannast eflaust við það að taka einhvern í karphúsið, að hirta einhvern eða ávíta allharkalega. Það eru þó ef til vill færri með það á hreinu hvað karphús nákvæmlega er og hvers konar starfsemi fer það fram. Orðaverksmiðja gárunganna sló í gegn Karphúsið, sem kallað er, nefnist sá hluti veglegrar byggingar við Borgartún 21 sem hýsir skrifstofu ríkissáttasemjara en hlutverk hans er að sætta ósátta aðila á vinnumarkaði. Nafn hússins þykir þeim sem velta því fyrir sér einstaklega vel til fundið enda auðvelt að sjá fyrir sér að þar séu menn teknir í karphúsið og augljóslega er þar mikið karpað. Karphúsið skírt í Morgunblaðinu í september 1980.Tímarit.is Sú aðstaða hefur gengið undir nafninu Karphúsið frá því að ríkissáttasemjari fékk aðstöðu þar árið 2000. Fyrir aldamót var hann til húsa í byggingunni skáhallt á móti, í Borgartúni 22, alveg frá því að embættið var stofnað og Guðlaugur Þorvaldsson skipaður í embættið. Fyrir þann tíma eða frá árinu 1926 var þó starfandi svokallaður sáttasemjari ríkisins. Ef marka má leit á Tímarit.is hlaut fundarrými ríkissáttasemjara þessa nafngift í kjaraviðræðum 1980. Leiða má líkur að því að upphafsmenn nafnsins hafi verið að leika sér að bókstaflegri merkingu orðsins en eins og fram kemur í Morgunblaðinu og má glöggt sjá á fréttaflutningi undanfarinna daga er óvíða karpað og deilt meira en akkúrat þar. Þessi nafngift hafði þá verið í algleymingi hjá gárungum þess tíma sem sjá má af þeirri sprengingu sem varð í notkun orðsins í fjölmiðlum þetta haust. „Vonandi er bara að Guðlaugur [Þorvaldsson ríkissáttasemjari] fari að taka menn í karphúsið, svo eitthvað fari að ganga!“ segir í skopdálki Morgunblaðsins 13. september 1980 sem virðist vera í fyrsta sinn sem byggingin er kölluð þessu nafni í rituðu máli sem varðveist hefur. Húfutos og kjaradeilur sautjándu aldar Orðið karphús á sér eldri myndina karpús sem er gömul í málinu. Það kemur fyrst fram í skrifuðu máli að því er við vitum í kvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi sem ort er á sautjándu öld. „Þér eigið karpús alt forgylt“ yrkir hann en hvað á hann eiginlega við með þessu? Hér lætur Gylfi ginna sig með það sem kalla mætti karphús á höfði.Árnastofnun Stefán Ólafsson í Vallanesi er þarna ekki að yrkja beitt háð inn í harðvítugar kjaradeilur ofanverðrar sautjándu aldar heldur merkir karpús eins konar húfa, og forgylt slík þá væntanlega gullin húfa. Orðið á sér danska samsvörun í orðinu kabuds og eru þau hvorttveggja tökuorð úr hollensku, kapoets. Það orð má svo rekja til hins ítalska cappuccio og þaðan lengra til miðaldalatínu í orðinu capucium sem merkir hetta. Orðin eru öll skyld latneskja orðinu caput af hverju er sprottin lítil orðafjölskylda í íslensku sem samanstendur af orðunum kafli, kápa, kapella og fleirum. Orðtakið að taka einhvern í karphúsið hefur því upphaflega þýtt að rífa í hettuna á einhverjum þó að bókstaflega merking orðanna sé löngu gleymd. Það að við segjum í dag karphús en ekki karpús er vegna svokallaðrar alþýðuskýringar. Það er þegar orð sem fylgir ekki venjulegum reglum íslenskrar orðmyndunar er endurtúlkað á þann hátt að það verði gagnsærra, að hægt verði að lesa úr hlutum þess einhverja merkingu. Seinna atkvæði orðsins varð þá að -hús í stað -ús til að það passaði betur inn í íslenskt málkerfi. Þó það sé mjög viðeigandi að karpað sé í Karphúsinu er það einskær tilviljun að orðin séu svo lík hvort öðru. Orðin eru nefnilega ekkert skyld. Sögnin að karpa er gamalt íslenskt erfiorð sem hefur fylgt þjóðinni óslitið frá landnámi og löngu fyrir það. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er hægt að tengja það við skyld orð á borð við kurr og kæra en til þess þarf maður að fara talsvert lengra aftur í tímann en til landnáms, lengra en blaðamaður og lesandi kæra sig um. Íslensk tunga Íslensk fræði Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Meira ber á þessu ágæta húsi en vanalegt er vegna þess rembihnúts sem bundist hefur í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga en verkfall hófst í dag í fjölda leik- og grunnskóla. Því hafa vafalaust margir velt því fyrir sér hvað karphús er, hvað er gert þar, og hvers vegna karpið fer fram í þartilgerðu húsi. Flestir kannast eflaust við það að taka einhvern í karphúsið, að hirta einhvern eða ávíta allharkalega. Það eru þó ef til vill færri með það á hreinu hvað karphús nákvæmlega er og hvers konar starfsemi fer það fram. Orðaverksmiðja gárunganna sló í gegn Karphúsið, sem kallað er, nefnist sá hluti veglegrar byggingar við Borgartún 21 sem hýsir skrifstofu ríkissáttasemjara en hlutverk hans er að sætta ósátta aðila á vinnumarkaði. Nafn hússins þykir þeim sem velta því fyrir sér einstaklega vel til fundið enda auðvelt að sjá fyrir sér að þar séu menn teknir í karphúsið og augljóslega er þar mikið karpað. Karphúsið skírt í Morgunblaðinu í september 1980.Tímarit.is Sú aðstaða hefur gengið undir nafninu Karphúsið frá því að ríkissáttasemjari fékk aðstöðu þar árið 2000. Fyrir aldamót var hann til húsa í byggingunni skáhallt á móti, í Borgartúni 22, alveg frá því að embættið var stofnað og Guðlaugur Þorvaldsson skipaður í embættið. Fyrir þann tíma eða frá árinu 1926 var þó starfandi svokallaður sáttasemjari ríkisins. Ef marka má leit á Tímarit.is hlaut fundarrými ríkissáttasemjara þessa nafngift í kjaraviðræðum 1980. Leiða má líkur að því að upphafsmenn nafnsins hafi verið að leika sér að bókstaflegri merkingu orðsins en eins og fram kemur í Morgunblaðinu og má glöggt sjá á fréttaflutningi undanfarinna daga er óvíða karpað og deilt meira en akkúrat þar. Þessi nafngift hafði þá verið í algleymingi hjá gárungum þess tíma sem sjá má af þeirri sprengingu sem varð í notkun orðsins í fjölmiðlum þetta haust. „Vonandi er bara að Guðlaugur [Þorvaldsson ríkissáttasemjari] fari að taka menn í karphúsið, svo eitthvað fari að ganga!“ segir í skopdálki Morgunblaðsins 13. september 1980 sem virðist vera í fyrsta sinn sem byggingin er kölluð þessu nafni í rituðu máli sem varðveist hefur. Húfutos og kjaradeilur sautjándu aldar Orðið karphús á sér eldri myndina karpús sem er gömul í málinu. Það kemur fyrst fram í skrifuðu máli að því er við vitum í kvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi sem ort er á sautjándu öld. „Þér eigið karpús alt forgylt“ yrkir hann en hvað á hann eiginlega við með þessu? Hér lætur Gylfi ginna sig með það sem kalla mætti karphús á höfði.Árnastofnun Stefán Ólafsson í Vallanesi er þarna ekki að yrkja beitt háð inn í harðvítugar kjaradeilur ofanverðrar sautjándu aldar heldur merkir karpús eins konar húfa, og forgylt slík þá væntanlega gullin húfa. Orðið á sér danska samsvörun í orðinu kabuds og eru þau hvorttveggja tökuorð úr hollensku, kapoets. Það orð má svo rekja til hins ítalska cappuccio og þaðan lengra til miðaldalatínu í orðinu capucium sem merkir hetta. Orðin eru öll skyld latneskja orðinu caput af hverju er sprottin lítil orðafjölskylda í íslensku sem samanstendur af orðunum kafli, kápa, kapella og fleirum. Orðtakið að taka einhvern í karphúsið hefur því upphaflega þýtt að rífa í hettuna á einhverjum þó að bókstaflega merking orðanna sé löngu gleymd. Það að við segjum í dag karphús en ekki karpús er vegna svokallaðrar alþýðuskýringar. Það er þegar orð sem fylgir ekki venjulegum reglum íslenskrar orðmyndunar er endurtúlkað á þann hátt að það verði gagnsærra, að hægt verði að lesa úr hlutum þess einhverja merkingu. Seinna atkvæði orðsins varð þá að -hús í stað -ús til að það passaði betur inn í íslenskt málkerfi. Þó það sé mjög viðeigandi að karpað sé í Karphúsinu er það einskær tilviljun að orðin séu svo lík hvort öðru. Orðin eru nefnilega ekkert skyld. Sögnin að karpa er gamalt íslenskt erfiorð sem hefur fylgt þjóðinni óslitið frá landnámi og löngu fyrir það. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er hægt að tengja það við skyld orð á borð við kurr og kæra en til þess þarf maður að fara talsvert lengra aftur í tímann en til landnáms, lengra en blaðamaður og lesandi kæra sig um.
Íslensk tunga Íslensk fræði Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist