Fótbolti

Svein­dís Jane heldur í við topp­liðin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einu stigi á eftir toppliðinu.
Einu stigi á eftir toppliðinu. Maja Hitij/Getty Images

Wolfsburg vann sannfærandi 3-0 sigur á Jena í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum. Sigurinn þýðir að Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg halda í við toppliðin Eintracht Frankfurt og Bayern München.

Sveindís Jane hóf leik dagsins á varamannabekknum en kom inn í stöðunni 2-0 á 57. mínútu. Aðeins tæpum tíu mínútum síðar gerði Janina Minge endanlega út um leikinn með þriðja marki heimaliðsins.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-0 Wolfsburgí vil. Sigurinn þýðir að Sveindís Jane og stöllur eru með 31 stig í 3. sæti að loknum 13 umferðum. Glódís Perla Viggósdóttir og Þýskalandsmeistarar Bayern eru með jafn mörg stig en betri markatölu á meðan Frankfurt er með stigi meira í toppsætinu.

Leiknar eru 22 umferðir í efstu deild kvenna og reikna má með hörku baráttu um þýska meistaratitilinn í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×