Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 16:10 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. AP/Marco Ugarte Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit. Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32
Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00
Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47