Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:36 Dagur Sigurðsson gerði það sem til var ætlast með króatíska liðið - vann verðlaun á stórmóti. Getty/Soeren Stache „Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið. Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30
Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00