Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 20:08 Röðin náði langt niður eftir götu og það var mikil stemning í röðinni. Vísir/Ragnar Dagur Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu. MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði. Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði.
Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“