Kröfu foreldranna vísað frá Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 15:08 Farið yfir dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Berghildur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Foreldrar barna á fjórum leikskólum sem kennarar lögðu niður störf í stofnuðu málsóknarfélag og stefndu Kennarasambandi Íslands og Félagi leikskólakennara til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar væru í raun löglegar. Foreldrarnir gerðu einnig kröfu um viðurkenningu óskiptrar bótaskyldu KÍ og FL gagnvart félagsmönnum málsóknarfélagsins vegna miska. Félögin tvo voru sýknuð af þeirri kröfu. Í dóminum segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður á milli aðila málsins. Félagsdóms að skera úr um Að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Kennarasambands Íslands í málinu, var málinu vísað frá á þeim forsendum að það væri Félagsdóms að skera úr um lögmæti verkfalla, ekki héraðsdóms. Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Verkföll skella að óbreyttu á á mánudag Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram í gær. Verði tillagan ekki samþykkt munu verkföll skella á í fjölda skóla, þar á meðal leikskólunum fjórum, á mánudag. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvenær, hvar og hversu lengi verkföll verði í gildi náist ekki að semja fyrir mánudag. Aðalmeðferð málsins fór fram á miðvikudag og málið fékk flýtimeðferð vegna þess skamma tíma sem til stefnu var, áður en verkföll hæfust á ný. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Foreldrar barna á fjórum leikskólum sem kennarar lögðu niður störf í stofnuðu málsóknarfélag og stefndu Kennarasambandi Íslands og Félagi leikskólakennara til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar væru í raun löglegar. Foreldrarnir gerðu einnig kröfu um viðurkenningu óskiptrar bótaskyldu KÍ og FL gagnvart félagsmönnum málsóknarfélagsins vegna miska. Félögin tvo voru sýknuð af þeirri kröfu. Í dóminum segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður á milli aðila málsins. Félagsdóms að skera úr um Að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Kennarasambands Íslands í málinu, var málinu vísað frá á þeim forsendum að það væri Félagsdóms að skera úr um lögmæti verkfalla, ekki héraðsdóms. Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Verkföll skella að óbreyttu á á mánudag Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram í gær. Verði tillagan ekki samþykkt munu verkföll skella á í fjölda skóla, þar á meðal leikskólunum fjórum, á mánudag. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvenær, hvar og hversu lengi verkföll verði í gildi náist ekki að semja fyrir mánudag. Aðalmeðferð málsins fór fram á miðvikudag og málið fékk flýtimeðferð vegna þess skamma tíma sem til stefnu var, áður en verkföll hæfust á ný. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent