Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 14:05 Niðurdælingarborteigur sem Carbfix notar til þess að dæla niður koltvísýringi og brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun. Ölfuss Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. Carbfix vill taka á móti allt að þremur milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi í Þorlákshöfn á ári og binda hann í jörðu með tækni sem fyrirtækið hefur þróað á Hellisheiði. Viljayfirlýsing um verkefnið var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu á vefsíðu Ölfuss kemur fram að kanna eigi hvort hagsmunir samfélagsins þar fari saman við áætlanir Carbfix um uppbygginguna. Með henni kunni að skapast fjölbreytt atvinnutækifæri auknar tekjur fyrir sveitarfélagið og aukin nýting hafnaraðstöðunnar í Þorlákshöfn. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni hvar borteigar þar sem koltvísýringi á fljótandi formi yrði dælt niður en staðsetning mannvirkja og borteiga á að liggja fyrir innan átta vikna frá undirritun yfirlýsingarinnar. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði Vísi í síðustu viku að borteigarnir gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Sambærileg kolefnisförgunarstöð Carbfix sem er í skipulagsferli í Hafnarfirði hefur mætt háværri mótspyrnu þar. Í tilkynningu Ölfuss segir að sérstök áhersla verði lögð á gagnsæi og samráð við samfélagið með reglulegum kynningum um framgang verkefnisins. Fyrsta kynningin fór fram á opnum fundi í Þorlákshöfn á mánudag. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af kynningarfundinum þar sem bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntu Coda-verkefnið á mánudag. Líftími verkefnisins þrjátíu ár Líkt og í Hafnarfirði gengur verkefnið undir nafninu Coda Terminal. Það yrði rekið af samnefndu dótturfyrirtæki Carbfix. Tekið yrði á móti flutningaskipum sem flyttu koltvísýringinn frá Evrópu í höfninni í Þorlákshöfn. Þaðan yrði hann fluttur með pípum í niðurdælingarborholur þar sem honum yrði dælt niður í basaltberglög. Þar steingerist koltvísýringurinn og verður hluti af jarðskorpunni. Aðferðinni hefur verið beitt til þess að binda bæði koltvísýring og brennisteinsvetni sem losnar við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun frá 2012. Aðstæður á Íslandi eru sagðar kjörnar fyrir kolefnisbindingu af þessu tagi vegna basaltsbergsins hér og vatnsgnægðar sem eru ekki til staðar alls staðar þar sem þyrfti að fanga koltvísýring. Líftími Coda-stöðvarinnar er sagður þrjátíu ár. Að þeim tíma loknum tæki Carbfix og Coda Terminal niður, fjarlægði búnað og gengi frá athafnasvæði sínu á viðunandi hátt samkvæmt viljayfirlýsingunni. Engu að síðr er gert ráð fyrir að hægt verði að framlengja lóðaleigusamninga um hafnaraðstöðu og lóðir undir borteiga til fimm ára í senn. Stöðin á að geta tekið við og fargað einu til þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Til þess þarf vatn eða jarðsjó, varma og rafmagn. Umhverfisáhrifin eru sögð óveruleg þar sem tæknin flýti fyrir náttúrulegum ferlum kolefnishringrásarinnar. Þegar tekið hefur verið tillit til losunar flutningaskipanna sem eiga að flytja koltvísýringinn til landsins er bindingin sögð nema 95 prósentum af kolefninu sem verður flutt inn. Fyrirvarar um tekjur og íbúakosningu Ýmsir fyrirvarar eru í viljayfirlýsingunni. Áður en ákvörðun um fjárfestingu verður tekin þurfa að liggja fyrir samningar sem tryggja tekjuflæði Coda-stöðvarinnar til fimmtán ár. Lista yfir samstarfsfyrirtæki á að gera opinberan þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Þá er gert ráð fyrir að íbúakosning fari fram áður en sveitarfélagið veitir tilskilin leyfi fyrir starfseminn, ef kallað verður eftir henni. Leyfi vegna vatnsöflunar og niðurdælingarholna verður veitt með fyrirvara um að ekki sé hætta á mengun eða oftöku grunnvatns. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats á að hefjast nú þegar viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð. Carbfix gerir ráð fyrir að skila matsáætluninni til Skipulagsstofnunar á þessum ársfjórðungi. Ölfus Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Skipulag Coda Terminal Tengdar fréttir Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53 Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Carbfix vill taka á móti allt að þremur milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi í Þorlákshöfn á ári og binda hann í jörðu með tækni sem fyrirtækið hefur þróað á Hellisheiði. Viljayfirlýsing um verkefnið var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu á vefsíðu Ölfuss kemur fram að kanna eigi hvort hagsmunir samfélagsins þar fari saman við áætlanir Carbfix um uppbygginguna. Með henni kunni að skapast fjölbreytt atvinnutækifæri auknar tekjur fyrir sveitarfélagið og aukin nýting hafnaraðstöðunnar í Þorlákshöfn. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni hvar borteigar þar sem koltvísýringi á fljótandi formi yrði dælt niður en staðsetning mannvirkja og borteiga á að liggja fyrir innan átta vikna frá undirritun yfirlýsingarinnar. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði Vísi í síðustu viku að borteigarnir gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Sambærileg kolefnisförgunarstöð Carbfix sem er í skipulagsferli í Hafnarfirði hefur mætt háværri mótspyrnu þar. Í tilkynningu Ölfuss segir að sérstök áhersla verði lögð á gagnsæi og samráð við samfélagið með reglulegum kynningum um framgang verkefnisins. Fyrsta kynningin fór fram á opnum fundi í Þorlákshöfn á mánudag. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af kynningarfundinum þar sem bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntu Coda-verkefnið á mánudag. Líftími verkefnisins þrjátíu ár Líkt og í Hafnarfirði gengur verkefnið undir nafninu Coda Terminal. Það yrði rekið af samnefndu dótturfyrirtæki Carbfix. Tekið yrði á móti flutningaskipum sem flyttu koltvísýringinn frá Evrópu í höfninni í Þorlákshöfn. Þaðan yrði hann fluttur með pípum í niðurdælingarborholur þar sem honum yrði dælt niður í basaltberglög. Þar steingerist koltvísýringurinn og verður hluti af jarðskorpunni. Aðferðinni hefur verið beitt til þess að binda bæði koltvísýring og brennisteinsvetni sem losnar við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun frá 2012. Aðstæður á Íslandi eru sagðar kjörnar fyrir kolefnisbindingu af þessu tagi vegna basaltsbergsins hér og vatnsgnægðar sem eru ekki til staðar alls staðar þar sem þyrfti að fanga koltvísýring. Líftími Coda-stöðvarinnar er sagður þrjátíu ár. Að þeim tíma loknum tæki Carbfix og Coda Terminal niður, fjarlægði búnað og gengi frá athafnasvæði sínu á viðunandi hátt samkvæmt viljayfirlýsingunni. Engu að síðr er gert ráð fyrir að hægt verði að framlengja lóðaleigusamninga um hafnaraðstöðu og lóðir undir borteiga til fimm ára í senn. Stöðin á að geta tekið við og fargað einu til þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Til þess þarf vatn eða jarðsjó, varma og rafmagn. Umhverfisáhrifin eru sögð óveruleg þar sem tæknin flýti fyrir náttúrulegum ferlum kolefnishringrásarinnar. Þegar tekið hefur verið tillit til losunar flutningaskipanna sem eiga að flytja koltvísýringinn til landsins er bindingin sögð nema 95 prósentum af kolefninu sem verður flutt inn. Fyrirvarar um tekjur og íbúakosningu Ýmsir fyrirvarar eru í viljayfirlýsingunni. Áður en ákvörðun um fjárfestingu verður tekin þurfa að liggja fyrir samningar sem tryggja tekjuflæði Coda-stöðvarinnar til fimmtán ár. Lista yfir samstarfsfyrirtæki á að gera opinberan þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Þá er gert ráð fyrir að íbúakosning fari fram áður en sveitarfélagið veitir tilskilin leyfi fyrir starfseminn, ef kallað verður eftir henni. Leyfi vegna vatnsöflunar og niðurdælingarholna verður veitt með fyrirvara um að ekki sé hætta á mengun eða oftöku grunnvatns. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats á að hefjast nú þegar viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð. Carbfix gerir ráð fyrir að skila matsáætluninni til Skipulagsstofnunar á þessum ársfjórðungi.
Ölfus Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Skipulag Coda Terminal Tengdar fréttir Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53 Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53
Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56