Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 14:05 Niðurdælingarborteigur sem Carbfix notar til þess að dæla niður koltvísýringi og brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun. Ölfuss Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. Carbfix vill taka á móti allt að þremur milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi í Þorlákshöfn á ári og binda hann í jörðu með tækni sem fyrirtækið hefur þróað á Hellisheiði. Viljayfirlýsing um verkefnið var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu á vefsíðu Ölfuss kemur fram að kanna eigi hvort hagsmunir samfélagsins þar fari saman við áætlanir Carbfix um uppbygginguna. Með henni kunni að skapast fjölbreytt atvinnutækifæri auknar tekjur fyrir sveitarfélagið og aukin nýting hafnaraðstöðunnar í Þorlákshöfn. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni hvar borteigar þar sem koltvísýringi á fljótandi formi yrði dælt niður en staðsetning mannvirkja og borteiga á að liggja fyrir innan átta vikna frá undirritun yfirlýsingarinnar. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði Vísi í síðustu viku að borteigarnir gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Sambærileg kolefnisförgunarstöð Carbfix sem er í skipulagsferli í Hafnarfirði hefur mætt háværri mótspyrnu þar. Í tilkynningu Ölfuss segir að sérstök áhersla verði lögð á gagnsæi og samráð við samfélagið með reglulegum kynningum um framgang verkefnisins. Fyrsta kynningin fór fram á opnum fundi í Þorlákshöfn á mánudag. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af kynningarfundinum þar sem bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntu Coda-verkefnið á mánudag. Líftími verkefnisins þrjátíu ár Líkt og í Hafnarfirði gengur verkefnið undir nafninu Coda Terminal. Það yrði rekið af samnefndu dótturfyrirtæki Carbfix. Tekið yrði á móti flutningaskipum sem flyttu koltvísýringinn frá Evrópu í höfninni í Þorlákshöfn. Þaðan yrði hann fluttur með pípum í niðurdælingarborholur þar sem honum yrði dælt niður í basaltberglög. Þar steingerist koltvísýringurinn og verður hluti af jarðskorpunni. Aðferðinni hefur verið beitt til þess að binda bæði koltvísýring og brennisteinsvetni sem losnar við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun frá 2012. Aðstæður á Íslandi eru sagðar kjörnar fyrir kolefnisbindingu af þessu tagi vegna basaltsbergsins hér og vatnsgnægðar sem eru ekki til staðar alls staðar þar sem þyrfti að fanga koltvísýring. Líftími Coda-stöðvarinnar er sagður þrjátíu ár. Að þeim tíma loknum tæki Carbfix og Coda Terminal niður, fjarlægði búnað og gengi frá athafnasvæði sínu á viðunandi hátt samkvæmt viljayfirlýsingunni. Engu að síðr er gert ráð fyrir að hægt verði að framlengja lóðaleigusamninga um hafnaraðstöðu og lóðir undir borteiga til fimm ára í senn. Stöðin á að geta tekið við og fargað einu til þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Til þess þarf vatn eða jarðsjó, varma og rafmagn. Umhverfisáhrifin eru sögð óveruleg þar sem tæknin flýti fyrir náttúrulegum ferlum kolefnishringrásarinnar. Þegar tekið hefur verið tillit til losunar flutningaskipanna sem eiga að flytja koltvísýringinn til landsins er bindingin sögð nema 95 prósentum af kolefninu sem verður flutt inn. Fyrirvarar um tekjur og íbúakosningu Ýmsir fyrirvarar eru í viljayfirlýsingunni. Áður en ákvörðun um fjárfestingu verður tekin þurfa að liggja fyrir samningar sem tryggja tekjuflæði Coda-stöðvarinnar til fimmtán ár. Lista yfir samstarfsfyrirtæki á að gera opinberan þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Þá er gert ráð fyrir að íbúakosning fari fram áður en sveitarfélagið veitir tilskilin leyfi fyrir starfseminn, ef kallað verður eftir henni. Leyfi vegna vatnsöflunar og niðurdælingarholna verður veitt með fyrirvara um að ekki sé hætta á mengun eða oftöku grunnvatns. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats á að hefjast nú þegar viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð. Carbfix gerir ráð fyrir að skila matsáætluninni til Skipulagsstofnunar á þessum ársfjórðungi. Ölfus Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Skipulag Coda Terminal Tengdar fréttir Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53 Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Carbfix vill taka á móti allt að þremur milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi í Þorlákshöfn á ári og binda hann í jörðu með tækni sem fyrirtækið hefur þróað á Hellisheiði. Viljayfirlýsing um verkefnið var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu á vefsíðu Ölfuss kemur fram að kanna eigi hvort hagsmunir samfélagsins þar fari saman við áætlanir Carbfix um uppbygginguna. Með henni kunni að skapast fjölbreytt atvinnutækifæri auknar tekjur fyrir sveitarfélagið og aukin nýting hafnaraðstöðunnar í Þorlákshöfn. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni hvar borteigar þar sem koltvísýringi á fljótandi formi yrði dælt niður en staðsetning mannvirkja og borteiga á að liggja fyrir innan átta vikna frá undirritun yfirlýsingarinnar. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði Vísi í síðustu viku að borteigarnir gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Sambærileg kolefnisförgunarstöð Carbfix sem er í skipulagsferli í Hafnarfirði hefur mætt háværri mótspyrnu þar. Í tilkynningu Ölfuss segir að sérstök áhersla verði lögð á gagnsæi og samráð við samfélagið með reglulegum kynningum um framgang verkefnisins. Fyrsta kynningin fór fram á opnum fundi í Þorlákshöfn á mánudag. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af kynningarfundinum þar sem bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntu Coda-verkefnið á mánudag. Líftími verkefnisins þrjátíu ár Líkt og í Hafnarfirði gengur verkefnið undir nafninu Coda Terminal. Það yrði rekið af samnefndu dótturfyrirtæki Carbfix. Tekið yrði á móti flutningaskipum sem flyttu koltvísýringinn frá Evrópu í höfninni í Þorlákshöfn. Þaðan yrði hann fluttur með pípum í niðurdælingarborholur þar sem honum yrði dælt niður í basaltberglög. Þar steingerist koltvísýringurinn og verður hluti af jarðskorpunni. Aðferðinni hefur verið beitt til þess að binda bæði koltvísýring og brennisteinsvetni sem losnar við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun frá 2012. Aðstæður á Íslandi eru sagðar kjörnar fyrir kolefnisbindingu af þessu tagi vegna basaltsbergsins hér og vatnsgnægðar sem eru ekki til staðar alls staðar þar sem þyrfti að fanga koltvísýring. Líftími Coda-stöðvarinnar er sagður þrjátíu ár. Að þeim tíma loknum tæki Carbfix og Coda Terminal niður, fjarlægði búnað og gengi frá athafnasvæði sínu á viðunandi hátt samkvæmt viljayfirlýsingunni. Engu að síðr er gert ráð fyrir að hægt verði að framlengja lóðaleigusamninga um hafnaraðstöðu og lóðir undir borteiga til fimm ára í senn. Stöðin á að geta tekið við og fargað einu til þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Til þess þarf vatn eða jarðsjó, varma og rafmagn. Umhverfisáhrifin eru sögð óveruleg þar sem tæknin flýti fyrir náttúrulegum ferlum kolefnishringrásarinnar. Þegar tekið hefur verið tillit til losunar flutningaskipanna sem eiga að flytja koltvísýringinn til landsins er bindingin sögð nema 95 prósentum af kolefninu sem verður flutt inn. Fyrirvarar um tekjur og íbúakosningu Ýmsir fyrirvarar eru í viljayfirlýsingunni. Áður en ákvörðun um fjárfestingu verður tekin þurfa að liggja fyrir samningar sem tryggja tekjuflæði Coda-stöðvarinnar til fimmtán ár. Lista yfir samstarfsfyrirtæki á að gera opinberan þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Þá er gert ráð fyrir að íbúakosning fari fram áður en sveitarfélagið veitir tilskilin leyfi fyrir starfseminn, ef kallað verður eftir henni. Leyfi vegna vatnsöflunar og niðurdælingarholna verður veitt með fyrirvara um að ekki sé hætta á mengun eða oftöku grunnvatns. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats á að hefjast nú þegar viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð. Carbfix gerir ráð fyrir að skila matsáætluninni til Skipulagsstofnunar á þessum ársfjórðungi.
Ölfus Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Skipulag Coda Terminal Tengdar fréttir Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53 Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53
Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56