Lífið

Selur fantaflotta í­búð sem hann keypti af Birni Braga

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Egill hefur sett fallega íbúð við Öldugötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu.
Egill hefur sett fallega íbúð við Öldugötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Egill Ásbjarnarson, einn eigandi herrafataverslunarinnar Suitup Reykjavik, hefur sett íbúð sína við Öldugötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 107 milljónir.

Egill er einn hæfileikaríkasti fatahönnuður og athafnamaður landsins. Hann hefur undanfarin ár átt og rekið herrafataverslunina Suitup Reykjavík sem vakið hefur mikla athygli fyrir vöruúrval. 

Egill festi kaup á íbúðinni í Vesturbænum í september árið 2021 á 56,6 milljónir, sem þá var í eigu Björns Braga Arnarssonar fjölmiðlamanns. Um er að ræða 104 fermetra íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjögurra íbúða húsi sem byggt árið 1955. Mikill glæsibragur er yfir eigninni sem hefur verið endurnýjuð á smekklegan máta á undanförnum árum.

Mjúkir litir, dökkur viður og marmari er gegnumgangandi í húsinu sem skapar notalega stemningu á heimilinu. Á gólfum er ljóst vínylparket í fiskabeinamynstri.

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými. Þaðan er útgengt á skjólsælar suðursvalir. Í eldhúsinu er stílhrein, ljós innrétting sem nær upp í loft með fallegri marmaraborðplötu með áberandi æðum sem nær upp á vegg. Fyrir miðju er rúmgóð eldhúseyja með góðu vinnuplássi og innbyggðum vínkæli.

Við enda stofunnar má sjá sérsmíðaða gólfhillu klædd ljósgráum marmara og hillu úr dökkum við með innfelldri lýsingu sem gefa stofunni hlýlegt yfirbragð. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.