Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 15:04 Mathias Gidsel hefur verið frábær með Dönum á HM en hér fagnar hann með liðsfélaga sínum Lukasi Jörgensen. Getty/Soeren Stache Mathias Gidsel er núverandi besti handboltamaður heims og á góðri leið með að bæta við fleiri viðurkenningum eftir frábæra framgöngu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Danir eru komnir í undanúrslit á HM þar sem þeir mæta Portúgölum í kvöld. Gidsel er markahæsti maður mótsins með 55 mörk í sjö leikjum. Margir eru hissa á hversu öflugir Portúgalar eru orðnir í handboltanum en Gidsel telur að þeir séu komnir til að vera í hópi bestu landsliða heims. „Þeir geta gert marga hluti vel og spila með miklu sjálfstrausti og sköpunargleði. Costa bræðurnir fara fyrir liðinu en þeir eru líka með marga hæfileikaríka leikmenn. Nú eru þeir líka að komast á þann aldur að þeir eru komnir með smá reynslu líka,“ sagði Gidsel við danska ríkisútvarpið. „Þetta er lið sem við getum farið að venjast að sjá berjast um sæti meðal bestu liða í heimi í mörg, mörg ár til viðbótar. Næstum allir þeirra eru á aldrinum 22 til 23 ára. Þeir eru komnir til að vera,“ sagði Gidsel. „Þetta verður mjög erfiður undanúrslitaleikur á móti liði sem hefur engu að tapa og er að spila um verðlaun í fyrsta sinn,“ sagði Gidsel. Portúgal vann eins marks sigur á Þýskalandi, 31-30, í framlengdum leik í átta liða úrslitunum en Danir unnu tólf marka sigur á Brasilíu, 33-21, í sínum leik í átta liða úrslitum. Portúgal og Brasilía voru saman í riðli og Portúgalar unnu leik liðanna með fjórum mörkum, 30-26. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Danir eru komnir í undanúrslit á HM þar sem þeir mæta Portúgölum í kvöld. Gidsel er markahæsti maður mótsins með 55 mörk í sjö leikjum. Margir eru hissa á hversu öflugir Portúgalar eru orðnir í handboltanum en Gidsel telur að þeir séu komnir til að vera í hópi bestu landsliða heims. „Þeir geta gert marga hluti vel og spila með miklu sjálfstrausti og sköpunargleði. Costa bræðurnir fara fyrir liðinu en þeir eru líka með marga hæfileikaríka leikmenn. Nú eru þeir líka að komast á þann aldur að þeir eru komnir með smá reynslu líka,“ sagði Gidsel við danska ríkisútvarpið. „Þetta er lið sem við getum farið að venjast að sjá berjast um sæti meðal bestu liða í heimi í mörg, mörg ár til viðbótar. Næstum allir þeirra eru á aldrinum 22 til 23 ára. Þeir eru komnir til að vera,“ sagði Gidsel. „Þetta verður mjög erfiður undanúrslitaleikur á móti liði sem hefur engu að tapa og er að spila um verðlaun í fyrsta sinn,“ sagði Gidsel. Portúgal vann eins marks sigur á Þýskalandi, 31-30, í framlengdum leik í átta liða úrslitunum en Danir unnu tólf marka sigur á Brasilíu, 33-21, í sínum leik í átta liða úrslitum. Portúgal og Brasilía voru saman í riðli og Portúgalar unnu leik liðanna með fjórum mörkum, 30-26.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira