Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar