Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 17:54 Bogi Nils er forstjóri Icelandair. Vísir/Ívar Fannar Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. „Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Fleiri fréttir Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Sjá meira
„Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews
Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Fleiri fréttir Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Sjá meira