Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 17:54 Bogi Nils er forstjóri Icelandair. Vísir/Ívar Fannar Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. „Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews
Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira