Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 14:20 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Hér má sjá skiltið umdeilda. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar. Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar.
Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira