Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 31. janúar 2025 07:01 Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun