Umferð um brautina gangi hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 12:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40
Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52