Umferð um brautina gangi hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 12:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40
Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52